Heimsmarkmiðaspilið

Spilið

Spilið er klassískt "snákaspil" þar sem liðin kasta teningi og færast áfram um fjölda reita sem teningurinn segir til um. Lendi leikpeð á reit með stiga færist það upp og lendi peðið á fossi rennur það niður.

Lendi peð aftur á móti á lituðum reit dregur einhver mótleikaranna spurnarspil og ber upp spurninguna. Svari liðið rétt má það kasta aftur.

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun tóku við af Þúsaldarmarkmiðunum árið 2015 og hafa öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samþykkt þau að einhverju leiti.

Undirbúningur

Prentaðu út spilið og spurningarnar. Við mælum með því að í hverju liði séu þrír  leikmenn, og við hvert leikborð séu tvö lið. Fyrir 24 nemenda hóp þarf því:

  • 3 leikborð og 3 spurningasett
  • 3 teninga
  • 6 leikpeð

Rétt svör við spurningunum eru tilgreind með feitletrun og því má gæta þess að nemendur sjái ekki spurningarnar ef þau eiga að aðstoða við að klippa þau út.

Sjá frekar