Kennarasmiðjur og menntabúðir á vordögum

Í apríl bauð Vísindasmiðjan kennurum upp á þrjár mismunandi kennararsmiðjur sem áhugasamir kennarar hvaðanæva að nýttu sér. Kennarasmiðjurnar eru ekki einungis hugsaðar fyrir kennara til að kynna sér eða styrkja sig í einhverju nýju heldur líka hugsaðar sem vettvangur fyrir kennara að hitta aðra kennara, bera saman bækur sínar, kynnast og spjalla.

Þann 12.apríl voru haldnar tvær smiðjur, Vísindasýningar og Ljósakassinn og dagana 26. og 27.apríl var haldin smiðjan Leikur að rafrásum.

  • Vísindasýningar (e. Science-fair) var smiðja í formi menntabúða þar sem viðfangsefnið var rætt og fengu þátttakendur frábærar kynningar frá kennurum í Langholtsskóla og Skarðshlíðarskóla og bendum við áhugasömum að skoða eftirfarandi vefi:   
    http://visindavaka.natturutorg.is/

    https://www.smidjan.com/

    https://bit.ly/natturufraedikennsla
  • Árið 2015, á alþjóðlega ári ljóssins, útbjó Vísindasmiðjan Ljósakassann sem gjöf til allra grunnskóla á landinu. Ljósakassasmiðjan er hugsuð fyrir þá kennara sem vilja kynnast innihaldi og fræðunum að baki fyrirbærum ljósakassans, hvernig hægt sé að nýta hann í sýnikennslu eða verklegar æfingar fyrir nemendur
  • Leikur að rafrásum er hugsuð fyrir kennara sem vilja auka skilning sinn á rafmagnsfræði og leikni sína í einföldum rafmagnsfræðiverkefnum sem nýta má í kennslu.

Allar kennarsmiðjur Vísindasmiðjunnar voru boðnar kennurum að kostnaðarlausu.