Veturinn 2016-17 vann Vísindasmiðjan að Nordplus Horizontal verkefninu „BaltNord network for science communication“ sem miðaði að því að auka fjölbreytni og áframhaldandi þróun vísindamiðlunar í Eystrarsaltsríkjunum og á Norðurlöndunum.
Verkefnið hófst með stofnfundi 29. september 2016 í vísindasafninu AHHAA í Tartu, Eistlandi. Að verkefninu komu samstarfsaðilar frá Daugavpils University (DU), Lettlandi; AHHAA, Eistlandi; Šiauliai University (SU), Litháen, og Háskóla Íslands (HÍ), Íslandi. Verkefnið byggði á fjórum þáttum:
- Námskeið í vísindamiðlun í Daugavpils haldið fyrir Letta og Litháa 8.-9. nóvember 2016. Markhópur: kennarar, vísindamenn, rannsakendur, akademískt starfsfólk, nemendur, sérfræðingar frá sveitafélögum o.fl.
- Alþjóðlegt námskeið í Siauliai, Litháen fyrir samstarfsaðilia 6.-7. desember 2016.
- Námskeið í vísindamiðlun í Reykjavík, Íslandi fyrir Íslendinga 20. mars 2017, og fyrir Eistlendinga, Letta og Litháa 21. mars 2017
- Vísindakeppni í Daugavpils, Lettlandi fyrir Letta og Litháa í maí 2017 (nánari dagsetning verður auglýst síðar).
Tengiliður verkefnisins á Íslandi var Guðrún J. Bachmann (gudrunba@hi.is) Sími: 525 4234 / 864 0124