Vidubiology

Menntavísindasvið í samstarfi við Vísindasmiðju Háskóla Íslands taka þátt í Erasmus verkefninu vidubiology sem fjallar um að vekja áhuga og dýpka skilning barna og unglinga á líffræðilegum viðfangsefnum með notkun myndmiðlunar. Að nota ljósmyndun og myndvinnslu í náttúrufræðikennslu gefur fjölmörg tækifæri til að nálgast viðfangsefni á fjölbreyttan hátt og efla áhuga hjá fjölbreyttum nemendahópi.

Lögð er áhersla á virkni nemenda og unnið er út frá leitaraðferð þar sem nemendur nýta sér myndatökur við rannsóknir sínar. Þessi aðferð hentar börnum og unglingum á öllum skólastigum en í námskeiðinu munum við leggja áherslu á grunnskólastigið.

Samstarfsaðilar í verkefninu koma frá Þýskalandi, Bretlandi og Búlgaríu. Þáttakan felur í sér þróun á kennsluefni en svo eru haldin kennaranámskeið í hverju landanna fjögurra. Námskeiðið á Íslandi verður haldið 13. apríl 2019 (skráning hér).