Big Bang - tónlistarhátíðin í Hörpu

Big Bang - tónlistarhátíðin í Hörpu

Vísindasmiðjan og Hljóðhimnar á Big Bang tónlistarhátíðinni í Hörpu

Hljóð er í rauninni fyrst og fremst titringur, bylgjur sem hreyfa loftið. Kannski er tónlist bara eins og jarðskjálfti sem hreyfir við okkur? En getum við séð hljóð með augunum? Getum við fundið titringinn með líkamanum?

Vísindasmiðja Háskóla Íslands og ÞYKJÓ unnu saman síðastliðið sumar ásamt 100 krökkum úr Krakkaráði ÞYKJÓ við hugmyndavinnu og tilraunir með hljóðeðlisfræði sem varð grunnurinn að Hljóðhimnum; upplifunarrými fyrir börn, á jarðhæð Hörpu.

Nú býðst gestum BIG BANG tónlistarhátíðarinnar að leika sér og gera tilraunir með okkur og hver veit hvaða óvæntar uppgötvanir gætu sprottið upp úr því!

Í boði verða tæki, tól og spennandi vinnusmiðjur fyrir alla fjölskylduna.

Adventurous music festival for a young audience | BIG BANG Festival

 

 

Dagsetning: 
Thursday, April 21, 2022 -
12:00 to 16:00