Vísindasmiðja Háskóla Íslands

Háskóli Íslands leggur áherslu á að glæða áhuga ungs fólks á vísindum og fræðum og hefur staðið fyrir margs konar verkefnum í þeim tilgangi. Vísindasmiðjan leikur þar lykilhlutverk en sem dæmi um önnur verkefni sem miða að sama marki má nefna Háskóla unga fólksins, Vísindavefinn og Háskólalestina.

Markmið Vísindasmiðjunnar eru að:

  • efla áhuga ungmenna á vísindum með gagnvirkum og lifandi hætti
  • styðja við kennslu á sviði náttúru- og raunvísinda
  • miðla vísindalegri þekkingu til samfélagsins

Í því markmiði tekur Vísindasmiðjan á móti skólahópum, heldur reglulega endurmenntun fyrir kennara, og býður upp á opin hús og farandsýningar í tengslum við sérstaka viðburði.

Fyrir skólahópa

Vísindasmiðjan hefur tekið á móti hópum af öllum stigum frá leikskólum upp í framhaldsskóla en heimsóknirnar nýstast best nemendum í 6. til 10. bekk grunnskóla. Enginn aðgangseyrir er í Vísindasmiðjuna og er þjónustan skólum landsins að kosnaðarlausu.

Opið er fjóra daga vikunnar: þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga. Skráning heimsókna fer fram hér á síðunni. Hámarksstærð hópa er 25 einstaklingar og varir heimsóknin um 90 mínútur.

Við komu er hópnum skipt í tvennt. Annar helmingurinn fær þá kynningu á ákveðnu efni (t.d. vísindaheimspeki, jarðfræði eða stjörnufræði) á meðan hinum eru kynnt nokkrar uppstillingar sem í Vísindasmiðjunni leynast. Eftir 30 mínútur skipta hóparnir um stað og svo fá þeir saman frjálsan tíma síðustu 30 mínúturnar.

Fyrir kennara

Vísindasmiðjan býður upp á öflugt endurmenntunar- og fræðslustarf fyrir kennara á sviði náttúru- og raunvísinda, einnig í tækni og forritun. Lögð er áhersla á að læra með því að framkvæma, og fjölbreytta skapandi kennsluhætti. Vísindasmiðjan heldur nokkrar vinnusmiðjur fyrir kennara á vorin.

Hér á síðunni má finna nánari upplýsingar um kennarasmiðjurnar.

Sum vekefnin sem unnin eru í kennarasmiðjunum er líka að finna á verkefnasíðunni.

Vísindasmiðjan er með póstlista þar sem sendir eru út póstar með upplýsingum hvenær opnað er fyrir bókanir í heimsóknir og kennrasmiðjur. Sendu póst á visindasmidjan@hi.is til að skrá þig á hann.

Fyrir almenning

Vísindasmiðjan er opin fyrir gesti og gangandi á öllum aldri í tengslum við sérstaka viðburði svo sem Háskóladaginn, Barnamenningarhátíð og First Lego League keppnina.

Vísindasmiðjan leggur gjarnan land undir fót og ferðast víða í samstarfi við aðrar mennta- og menningarstofnanir. Dagskrá næstu viðburða má finna á forsíðunni

Staðsetning

Vísindasmiðjan er staðsett í norðurenda Háskólabíós við innganginn sem snýr að Hagatorgi. Í Vísindasmiðjunni er góð aðstaða fyrir skólahópa; rúmgott svæði fyrir yfirhafnir og töskur, notalegt athvarf til að borða nesti og gott aðgengi. Margir strætisvagnar nema staðar á háskólasvæðinu; við Hringbraut, Suðurgötu, Hagatorg og víðar.

Saga Vísindasmiðjunnar

Vísindasmiðja Háskóla Íslands var opnaði vorið 2012 í Háskólabíói og hefur verið nánast fullbókað frá fyrsta degi.

Vísindasmiðjan er að hluta grundvölluð á veglegri gjöf frá Orkuveitu Reykjavíkur, sem afhenti Háskóla Íslands allan þann búnað og tæki sem áður tilheyrðu Rafheimum í Elliðaárdal og notaður var til fræðslu skólabarna. Háskólinn tók við gjöf Orkuveitunnar með fyrirheit um að búnaður og tæki yrði notað áfram til fræðslu ungmenna og yrðu hvati að fjölbreyttum og lifandi kennsluaðferðum.

Starfsfólk

Ari Ólafsson

Ari Ólafsson
Forstöðumaður og leiðbeinandi
Guðrún Bachmann

Guðrún J. Bachmann
Framkvæmdastjóri
Margrét Gunnarsdóttir

Margrét Gunnarsdóttir
Tengiliður kennara
Anna Sif Mainka

Anna Sif Mainka
Leiðbeinandi
Bjartur Brynjarsson

Bjartur Brynjarsson
Leiðbeinandi
Elín Ásta Pálsdóttir

Elín Ásta Pálsdóttir
Leiðbeinandi
Jakob Örn Guðnason

Jakob Örn Guðnason
Leiðbeinandi
Jóhanna Malen Skúladóttir

Jóhanna Malen Skúladóttir
Leiðbeinandi
Katrín Lilja Sigurðardóttir

Katrín Lilja Sigurðardóttir
Leiðbeinandi
Nanna Kristjánsdóttir leiðbeinandi

Nanna Kristjánsdóttir
Leiðbeinandi
Ólafur Már Þrastarson

Ólafur Már Þrastarson
Leiðbeinandi
Telma Jeanne Bonthonneau leiðbeinandi

Telma Jeanne Bonthonneau
Leiðbeinandi
Þorsteinn Elí Gíslason

Þorsteinn Elí Gíslason
Leiðbeinandi