Samstarfsverkefni

Sjóvísindasmiðjur

Sjóminjasafnið rekur sýninguna Fiskur og fólk í húsnæði safnsins við Grandagarð. Vísindasmiðjan kom að þróun fjögurra vinnusmiðja tengdri henni.

Vinnusmiðjurnar snúast um staðsetningu skipa á rúmsjó með sextanti, endurkast bylgja eins og notaðar eru í fisksjár, gírarnir með trissum til hífingar á afla, og orkunýtingu farskipa.

Vidubiology

Menntavísindasvið í samstarfi við Vísindasmiðju Háskóla Íslands taka þátt í Erasmus verkefninu vidubiology sem fjallar um að vekja áhuga og dýpka skilning barna og unglinga á líffræðilegum viðfangsefnum með notkun myndmiðlunar. Að nota ljósmyndun og myndvinnslu í náttúrufræðikennslu gefur fjölmörg tækifæri til að nálgast viðfangsefni á fjölbreyttan hátt og efla áhuga hjá fjölbreyttum nemendahópi.

SciSkills 2.0

SciSkills 2.0 er NordPlus verkefni þar sem þátttökustofnanirnar deila reynslu af forritunarsmiðjum og þróa vinnusmiðjur tengdar símenntun kennara á sviði forritunar.

Þátttökustofnanirnar eru AHHAA, Technikens Hus og Vísindasmiðjan. Verkefnið skiptist í þrjá þætti:

SFS vísindasmiðjur á yngstu stigum

Fundaröð

Veturinn 2017-18 setti Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar (SFS) í samstarfi við Vísindasmiðju Háskóla Íslands saman starfshóp um eflingu vísindakennslu í leikskóla, yngstu stigum grunnskóla og á frístundaheimilum. Hópurinn fundaði nokkrum sinnum yfir veturinn og lagði það grunninn að áframhaldandi vinnu við málaflokkinn.

BaltNord verkefnið

Veturinn 2016-17 vann Vísindasmiðjan að Nordplus Horizontal verkefninu „BaltNord network for science communication“ sem miðaði að því að auka fjölbreytni og áframhaldandi þróun vísindamiðlunar í Eystrarsaltsríkjunum og á Norðurlöndunum.