Vidubiology
Menntavísindasvið í samstarfi við Vísindasmiðju Háskóla Íslands taka þátt í Erasmus verkefninu vidubiology sem fjallar um að vekja áhuga og dýpka skilning barna og unglinga á líffræðilegum viðfangsefnum með notkun myndmiðlunar. Að nota ljósmyndun og myndvinnslu í náttúrufræðikennslu gefur fjölmörg tækifæri til að nálgast viðfangsefni á fjölbreyttan hátt og efla áhuga hjá fjölbreyttum nemendahópi.