Fjarsmiðjur í Vísindasmiðjunni

Almennar ráðleggingar

Best er ef hópnum og myndavélinni er stillt upp svo þau sjáist öll í mynd. Jafnvel að séu ekki í hefðbundinni bekkjaruppröðun fyrir aftan borð, heldur sitji jafnvel bara borðlaus fyrir framan myndavélina.

Það hjálpar mikið til að hafa myndavélina staðsetta nokkuð ofarlega svo þau sem aftar sitji hverfi ekki aftan við kollana á þeim sem framar eru.

Það getur verið erfitt fyrir umsjónarmanneskju smiðjunnar að meta það ef nemendur eru með spurningar eða athugasemdir svo það er ágætt ef kennarinn er meðvitaður um það og komið þeim til skila.

Tækniútfærslur

Fyrir fjarsmðijur hjá Vísindasmiðjunni eru nokkrar leiðir færar. T.d.:

  • Ein tölva: Tölva með vefmyndavél sem tengd er við skjávarpa.
  • Tvær tölvur: Tölva með vefmyndavél sem tekur upp og önnur tölva tengd skjávarpa til að sýna mynd.

Áður en smiðjan hefst fá þátttakendur sendan hlekk sem nota má til að tengjast fundinum. Hægt er að tengjast í gegnum vafra en það getur verið gagnlegt að setja Zoom forritið upp á þeim vélum sem notaðar eru fjarsmiðjunni.

Ein tölva

Þetta má t.d. vera fartölva sem snýr þá myndavélinni að þátttakendum svo þau séu í mynd, eða hver önnur tölva með sér vefmyndavél sem er þá hægt að koma fyrir á þægilegum stað til að sýna allan nemendahópinn.

Það er gagnlegt að hafa sér hátalara tengda við tölvuna og varpa myndinni upp á vegg.

Tvær tölvur

Í sumum tilfellum er ekki hægt að tengja þær tölvur sem eru búnar vefmyndavél við skjávarpa og enga vefmyndavél við tölvuna sem tengd er skjávarpanum. Þá má leysa þetta með því að setja eina vél upp fyrir upptöku og spilun hljóðs, og aðra sem sýnir bara myndina.

Þá þarf bara að gæta þess að hljóðupptakan af þeirri síðarnefndu (sem sýnir myndina) sé óvirk (mækinn mjútaður).

Eins er gagnlegt að hafa hátalara tengdan við upptökuvélina, en ef reynt er að spila hljóð af annarri vél en þeirri sem er að taka upp, þá spilast hljóðið ofan í hljóðupptökuna með tilheyrandi vandræðum