Háskólalestin 2023

Skólaárið 2022-2023 lauk með árlegum ferðum Háskólalestarinnar, víða um land. Háskólalestin heimsótti Vík, Stykkishólm, Ísafjörð og Eyrarbakka. Að venju bauð áhöfnin upp á fjölbreytt og spennandi námskeið og smiðjur úr HUF og Vísindasmiðjunni fyrir bæði nemendur og kennara, ásamt því að slá upp litríkri Vísindaveislu fyrir bæjarbúa.

Á Vík bauð áhöfn lestarinnar upp á námskeið í eðlisfræði, efnafræði, forritun, sjúkraþjálfun og japönsku fyrir nemendur Víkurskóla og Klausturskóla. Nemendurnir tóku virkan þátt og drógu hvergi af sér! Í Stykkishólmi var boðið upp á námskeið í eðlisfræði, blaða- og fréttamennsku, sjúkraþjálfun og kortagerð fyrir nemendur í 7. -10. Bekk ásamt kennarasmiðjum fyrir áhugasama kennara.
Áhöfnin var afar fjölmenn á Ísafirði og voru námskeið í blaða- og fréttamennsku, dulkóðun, eðlisfræði, efnafræði, forritun, kortagerð, orðaleikjum, sjúkraþjálfun, íþrótta- og tómstundafræði og stjörnufræði. Um 104 nemendur úr 8.-10. bekk tóku þátt og létu sig ekki vanta á Vísindaveisluna sem haldin var í samkomusal Grunnskólans á Ísafirði.
Í lok maí heimsótti lestin Barnaskólann á Eyrarbakka. Um 60 nemendur úr 6. - 10. bekk sátu námskeið í efnafræði, forritun, kortagerð, orðelikjum, stjörnufræði, tómstunda- og félagsmálafræði og vindmyllum.

Nú er undirbúningur í fullum gangi fyrir opnun Vísindasmiðjunnar sem og ýmsa fjölbreytta viðburði sem framundan eru, t.d. Vísindavöka Rannís og FIRST LEGO League.

Við hlökkum mikið til þess að opna dyrnar eftir sumarleyfi en á næstu dögum munum við senda út tilkynningu með helstu upplýsingum um fyrirkomulag og bókanir skólahópa fyrir haustið.