Nýtt ár - nýir tímar

Starfsfólk Vísindasmiðju HÍ þakkar öllum sínum góðu gestum og samstarfsaðilum fyrir ótal góðar stundir á liðnu ári og óskar þeim gleðilegs vísindaárs 2026. Nýja árinu fylgja miklar breytingar í starfsemi okkar, því Vísindasmiðjan í Háskólabíói stækkar svo um munar og margvíslegar nýjungar í undirbúningi. Árið 2026 verður því sögulegur áfangi í fjölbreyttri vísindamiðlun Háskóla Íslands til samfélagsins og mikið tilhlökkunarefni. Meðan þessar umfangsmiklu breytingar standa yfir í Háskólabói liggur hefðbundið starf okkar niðri næstu mánuði. Við höldum samt áfram með farandsmiðjur, uppákomur og samstarfsverkefni af ýmsu tagi. Gleðilegt nýtt ár!