Nýtt vísinda-skólaár

Þá er starf Vísindasmiðjunnar komið á fullt eftir sumarfrí og tökum við á móti skólahópum fjóra daga vikunnar sem fyrr.

Í byrjun nýs skólaárs voru skólarnir fljótir að taka við sér og bóka sig um leið og opnað var fyrir bókanir, enda margir sem þurftu frá að hverfa síðastliðið vor sökum COVID-19 samkomubannsins.
En við nýttum tímann vel þegar við þurftum að loka og höfum nú endurnýjað, breytt og bætt hér hjá okkur í Vísindasmiðjunni; búið er stækka, mála, leggja ný gólf, breyta og bæta búnað og við komin með hið langþráða staffaherbergi. Þann 15. september tókum við svo spennt og glöð á móti hressum krökkum úr 8.bekk í Snælandsskóla, fyrsta skólahópnum þetta skólaárið og hefur verið nær fullbókað síðan.

Hlökkum til að sjá ykkur á þessu nýja vísinda-skólarári!