Opið er fyrir bókanir á vormisseri 2022

Heil og sæl og gleðilegt nýtt vísindaár með þökk fyrir skemmtilegar heimsóknir til okkar á liðnum árum!

Vísindasmiðja Háskóla Íslands opnar aftur á nýju ári þriðjudaginn 11.janúar.
Í ljósi reynslunnar hvetjum við kennara til þess að bóka heimsóknir skólahópa tímanlega, því tímarnir eru fljótir að fyllast.

Við minnum á að engin blöndun er á milli skólahópa í Vísindasmiðjunni og allt okkar starfsfólk fer að sjálfsögðu eftir tilmælum almannavarna og fylgir stefnu Háskóla Íslands í sóttvörnum og viðbúnaði í Covid-19 faraldrinum.

Í Vísindasmiðjunni kynnast nemendur vísindum á lifandi og gagnvirkan hátt með verklegum tilraunum og fá innsýn í margskonar vísindagreinar, svo sem eðlisfræði, umhverfisfræði, líffræði, stjörnufræði, vindmyllusmíði og efnafræði.

Opið er fyrir bókanir á vormisseri.
Vísindasmiðjan er opin þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 9 til 13.
Við tökum á móti tveimur skólahópum á dag og heimsóknin tekur um 90 mínútur.

Við vekjum athygli á því að heimsóknin nýtist best nemendum í 5. – 10. bekk.

Aðgangur er sem fyrr ókeypis.

Verið velkomin í Vísindasmiðju Háskóla Íslands!