Vísindasmiðjan opnar á þriðjudaginn!

Fyrstu hópar haustmisseris í Vísindasmiðjuna mæta núna á þriðjudaginn. Að baki er annasamt haust þar sem við höfum tekið á móti kennurum í endurmenntunarsmiðjum, haldið vísindinasýningu í Húsdýragarðinum, og boðið upp á vinnusmiðjur í Safnahúsinu.

Að venju hafa orðið einhverjar breytingar á starfsfólki smiðjunnar. Sumt þess haldið erlendis í framhaldsnám og annað sem fyllir í skörðin en nú á fimmtudaginn var haldinn stuttur fundur starfsfólks þar sem við stilltum okkur saman fyrir haustönnina. Að vanda var ekki langt í leik og verklegar vísindalegar æfingar.

Framboðið í vetur verður með svipuðum hætti og síðasta ár. Vinnusmiðjurnar í vetur verða flísun, raforkuframleiðsla, efnafræði og stjörnufræði. Við erum þó uppfull hugmynda og hlökkum til að prófa nýjar smiðjuhugmyndir með hópum í vetur.

Á döfinni eru svo ýmsir viðburðir svo sem Vísindavaka Rannís, Lego forritunarkeppnin, og aðrir sem síðar verða kynntir.