Vísindavaka Rannís og FIRST LEGO League Ísland 2022

Í Vísindasmiðjunni höfum við baukað margt og mikið síðastliðið starfsár eða frá því að við opnuðum dyrnar í ágúst 2022.

Helgina 1.-2. október 2022 vorum við til að mynda á Vísindavöku Rannís í Laugardalshöll. Það var sannkallað fjör og fræði fyrir alla fjölskylduna en við vorum með tól og tæki, smiðjur og sýnitilraunir. Okkar eigin Katrín Lilja, betur þekkt sem Sprengju-Kata, sprengdi Vísindavökuna af stað!

Háskóli unga fólksins (HUF) hlaut að þessu sinni viðurkenningu RANNÍS fyrir vísindamiðlun en líkt og kunnugt er þá er margt starfsfólk Vísindasmiðjunnar sem bæði ferðast með Háskólalestinni á vorin og kennir í HUF á sumrin.

Laugardaginn 19. nóvember var svo opið hús hjá okkur í tilefni tækni- og hönnunarkeppninnar FIRST LEGO League Ísland í Háskólabíó. Um 150 krakkar á aldrinum 10-16 ára alls staðar af landinu tóku þátt. Það voru samtals 15 lið og var það liðið Dodici úr Vopnafjarðarskóla sem bar sigur úr býtum og tryggði sér þátttökurétt í úrslitakeppni FIRST LEGO League Skandinavia sem fór fram Osló þann 3. desember 2022.

Þá vorum við í Menningartorfunni í Kópavogi yfir bæði á haust- og vormisseri, en það er sannarlega einn af okkar mörgu eftirlætisstöðum!