Fyrstu skref með Microbit 18. ágúst 2021 - skráning

×

Warning message

Submissions for this form are closed.

Miðvikudaginn 18. ágúst 2021 kl.10:00-12:00 í Vísindasmiðju Háskóla Íslands

Þessi kennarasmiðja er hugsuð sem kynning á Microbit tölvunni og inngangsverkefnum sem hægt er að vinna með nemendum án mikils tilkostnaðar eða undirbúnings.

Microbit tölvan var hönnuð af BBC sem kennslutæki árið 2015. Hún er því í sama anda og Raspberry Pi tölvurnar, en einfaldari og hentar að mörgu leyti betur þar sem fyrir er tölvur til að forrita micro:bit-ann á. Tölvan hefur nokkra skynjara (hröðunar, segulsviðs, ljós), tvo takka, og 5x5 ljóstvista „skjá“ til að fá viðbrögð frá tölvunni. Það er því hægt að byrja strax að búa til forrit sem hægt er að eiga samskipti við, án þess að þurfa að tengja tölvuna við aukahluti. Hins vegar er hægt að fá alls kyns viðbætur sem gera tölvuna skalanlega og nothæfa í ýmislegt.

Smiðjan er verkleg og Vísindasmiðjan útvegar micro:bit-ana. Mælst er til þess að þátttakendur mæti með fartölvu áþekka því sem nemendur þeirra mundu nota. Ekki er krafist neinnar undirstöðu í forritun og vinnusmiðjan er verkleg.