Fyrstu skref með Microbit - Gunnskólinn á Hólmavík

Fimmtudaginn 21.maí 2021 kl.15.00-16.30

Þessi kennarasmiðja er hugsuð sem kynning á Microbit tölvunni og inngangsverkefnum sem hægt er að vinna með nemendum án mikils tilkostnaðar eða undirbúnings. Microbit tölvurnar eru skemmtilegar fyrir það að þær draga forritunina út úr skjánum og gera hana áþreifanlegri.

Eins er hægt að fá alls kyns viðbætur til að tengja tölvuna við tæki og tól, svo sem hátalara, mótora og alls kyns skynjara.

Smiðjan er verkleg og Vísindasmiðjan útvegar micro:bit tölvurnar. Mælst er til þess að þátttakendur mæti með fartölvu áþekka því sem nemendur þeirra mundu nota. Ekki er krafist neinnar undirstöðu í forritun.