Gleðilega hátíð og farsælt komandi vísindaár!

Á haustönn tókum við á móti fjöldanum öllum af skólahópum og héldum kennaranámskeið, en einnig kynntust gestir og gangandi tækjum og tólum Vísindasmiðjunnar á ýmsum opnum viðburðum sem Vísindasmiðja Háskóla Íslands hefur komið að, svo sem á Vísindavöku Rannís og lokakeppni Lego forritunarkeppninnar.

Vísindasmiðja Íslands óskar öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju vísindaári 2019!

Þökkum öllum gestum og velunnurum fyrir ánægjulegt haust og hlökkum til þess að taka aftur á móti hópum í janúar!

Við minnum alla á að bóka skólaheimsóknir fyrir vorönn 2019 sem allra fyrst, því nú fer allt að fyllast.