Heimsóknir

Fyrir hverja eru heimsóknir í Vísindasmiðjuna?

Heimsóknir í Vísindasmiðju Háskóla Íslands eru opnar kennurum með nemendahópa. Þær eru gestunum að kostnaðarlausu.

Hóparnir mega vera allt að 25 nemendur og minnst tveir kennarar.

Hvað felur heimsóknin í sér?

Heimsóknin í Vísindasmiðjuna er þrískipt: Spjall um náttúruvísindalegt málefni, kynning á hlutum Vísindasmiðjunnar, og frjáls tími.

Nemendahópnum er tvískipt og yfirleitt fá hóparnir hálftíma á hvoru tveggja „spjallinu” og „kynningunni“ og svo eru hóparnir sameinaðir í frjálsa tímanum síðasta hálftímann.

Spjallið fer eftir því hvaða starfsmaður hefur þá vakt hverju sinni, svo því miður er ekki hægt að lofa efninu marga mánuði fram í tímann. Efnin eru fjölbreytt: Stjörnufræði, vindmyllugerð, efnafræði, stærðfræði, jarðfræði, og plast og lífríkið. Þegar ljóst er orðið hvaða smiðja verður á degi heimsóknarinnar geta kennarar litið yfir verkefnahugmyndirnar sem hægt er að nota til að tengja heimsóknina við starfið í skólanum.

Í vísindasmiðjunni er fjöldi muna sem miða að því að sýna ákveðin eðlisfræðileg fyrirbæri á áþreifanlegan hátt. Kynningin á þeim fer eftir nemendahópnum; aldri nemendanna og óskum. Yngri nemendur fá almennt séð lauslegri yfirferð yfir fleiri og einfaldari muni, en þeir eldri fá yfirleitt dýpra spjall um afmarkaðri fyrirbæri sem byggir þá á því sem þau hafa lært. Í frjálsa tímanum fá þau svo tækifæri til að leika sér með munina og prufa þau á eigin forsendum.

Hvernig kemst ég?

Vísindasmiðjan er staðsett í Háskólabíói við Hagatorg. Við strætisvagnastöðina við Þjóðmynjasafnið stoppa vagnar 1, 3, 6, og 14. Vagn 12 stoppar á Suðurgötunni og vagn 11 á Hagatorgi, beint fyrir framan Vísindamsiðjuna.

Hvernig undirbý ég mig?

Heimsóknirnar geta verið sjálfstæðar án nokkurs sérstaks undirbúnings eða eftirfylgni. Sé áhugi fyrir því að tvinna heimsóknina inn í starfið í skólanum kunna verkefnahugmyndirnar að koma að gagni.

Viðfangsefni heimsóknarinnar fer eftir því hvaða starfsfólk er á vakt hverju sinni, svo því miður er ekki hægt að lofa því marga mánuði fram í tímann. Þegar ljóst er orðið hvaða smiðja verður á degi heimsóknarinnar munum við hafa samband og þú getur þá ákveðið hvernig þú vilt nýta heimsóknina nánar.

Hvað geri ég þegar ég kem?

Gengur með hópinn þinn inn um aðalinngang Háskólabíós við Hagatorg, þið hengið af ykkur og þú skiptir hópnum þínum í tvennt.

Við hvern get ég talað?

Facebook, Guðrún Bachmann, Margrét Gunnarsdóttir, Martin Swift, Ragna Skinner

https://visindasmidjan.hi.is/um_visindasmidjuna