Kennarasmiðja: Leikur að eðlisfræði

Kennarasmiðja: Leikur að eðlisfræði

Við hefjum haustmisserið með krafti og bjóðum kennurum stórskemmtilegt námskeið í verklegri eðlisfræðikennslu fyrir unglingastig grunnskóla.  

Námskeiðið er haldið í samstarfi við ferða-vísindasmiðjuna SCIENCE CIRCUS sem sérhæfa sig í skólaheimsóknum, námskeiðum og vísindasýningum. Sérstakur gestur á námskeiði Vísindasmiðjunnar verður Chris Chiaverina sem hefur áratuga reynslu í að miðla vísindum til kennara og nemenda.

Námskeiðið fer fram á ensku, og meðal þess sem tekið verður fyrir eru hugtökin hraði, hröðun og kraftar og þessar stærðir mældar með einföldum búnaði. Einnig verða gerðar tilraunir í kringum hugtökin vinna, orka og afl auk þess sem leikið verður með ljós, liti og sjón.
Hér er nánari lýsing á ensku: http://www.discoveriescience.com/Workshop-Lecture.html

Námskeiðið verður haldið fimmtudaginn 30.ágúst kl. 9 til 15, í húsakynnum Vísindasmiðju Háskóla Íslands. Hámarksfjöldi þátttakenda er 25 manns, námskeiðið er ókeypis en greiða þarf 5 þúsund krónur í efniskostnað og mun efnið nýtast áfram í kennslu. 

Science Circus er hluti af norska vísindasafninu Jærmuseet í Stavanger.

Dagsetning: 
Thursday, Ágúst 30, 2018 -
09:00 to 15:00