Kennarasmiðja - Microbit tækjaforritun

Mánudaginn 19.ágúst kl.13-15 í Vísindasmiðju Háskóla Íslands

Micro:bit tölvurnar henta vel til forritunarkennslu og mikið til af kennsluefni. KrakkaRÚV-vefurinn kodinn.is inniheldur mikið af gagnlegu efni en í þessari vinnusmiðju verður farið skrefinu lengra og microbit tölvur tengdar við tæki eins og mótora og skynjara.

Markmiðið er að þátttakendur fái þekkingu og reynslu til að nýta tækjaforritun í eigin starfi. Farið verður yfir MakeCode ritilinn og þann tækjabúnað sem þarf umfram micro:bit tölvurnar, en lunginn af vinnusmiðjunni er verkleg þar sem þátttakendur setja saman tæki sem stýrt er af micro:bit tölvu.

Ekki er þörf á að koma með neinn búnað í vinnusmiðjuna, en við ráðleggjum þátttakendum að mæta með þann tækjabúnað sem þau munu styðjast við í kennslu ef það er í boði. (Skráning hér)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dagsetning: 
Monday, Ágúst 19, 2019 -
13:00 to 15:00