Leikur að rafrásum - Fjarðabyggð - Grunnskóli Eskifjarðar

Fimmtudaginn 27. maí 2021 kl. 15.00-16.30

Vinnusmiðja fyrir náttúrufræðikennara á mið- eða unglingastigi sem vilja rifja upp eða auka skilning sinn á nokkrum fyrirbærum í rafsegulfræði og leikni sína í einföldum verkefnum sem nýta má í kennslu.

Í vinnusmiðjunni er farið yfir hugtökin hleðsla, straumur, og spenna sem ólíkar hliðar regnhlífarhugtaksins "rafmagn". Þátttakendur vinna svo nokkur vel valin verkefni úr verkefnabanka Vísindasmiðjunnar.