Líf og fjör á Háskóladeginum

Það var líf og fjör í Vísindasmiðjunni á laugardaginn var, þegar Háskóladagurinn var haldinn og námsframboð háskólans kynnt með lifandi og skemmtilegum hætti. Starfsfólk Vísindasmiðjunnar stóð vaktina, en það samanstendur af kennurum og nemendum við Háskóla Íslands. Gestir á öllum aldri prófuðu allskonar tilraunir og tæki, og vakti sandkassinn sem starfsfólk smiðjunnar smíðaði í vetur ekki síst lukku.

Við þökkum gestunum kærlega fyrir komuna á Háskóladaginn og látum nokkrar myndir frá deginum fylgja með.

Vísindasmiðja Háskóladagur 2017
Vísindasmiðja Háskóladagur 2017
Vísindasmiðja Háskóladagur 2017
Vísindasmiðja Háskóladagur 2017
Vísindasmiðja Háskóladagur 2017