Litróf ljóssins

Litróf ljóssins: Prismur, ljósgreiður og litrófssjár

Oft sést til regnboga þegar nýlega hefur stytt upp. Sólarljósið sem loksins brýst í gegnum skýin lendir á smáum vatnsdropum, litir ljóssins tvístrast og endurkastast til okkar sem regnbogann sjáum. Ljóstvístrunin kemur til af tvennu: Sólarljósið hvíta samanstendur í raun af öllum litum litrófsins og mismunandi litir ljóssins bogna mismikið á leið sinni í gegnum dropana.

-- Úr leiðbeinigngum: Perurnar gefa frá sér svipað ljós; hvítt með eilítið gulum blæ. Þær fara hins vegar mjög ólíkt að. Glóðarþráðarperan gefur frá sér samfellt litróf allra lita (þar með talið innrauða geisla og örlítið af útfjólubláum). Flúrperan gefur hins vegar einungis frá sér ákveðna liti, og svo til alla á sýnilega sviðinu. Þetta gerir flúrperurnar m.a. mjög sparneytnar; þær tapa engri auka orku í ósýnilega innrauða geisla sem við skynjum bara sem varma. --

Ítarefni

Spurningar af Vísindavefnum