Mbl.is lítur við í Vísindasmiðjunni

Mbl.is leit við í Vísindasmiðjunni og ræddi við nemendur úr 9. bekk Vatnsendaskóla og Ara Ólafsson eðlisfræðing og kennara í Vísindasmiðjunni.

Ari var í óða önn að sýna fram á hversu skemmtileg og spennandi eðlisfræði gæti verið. Nemendur höfðu orð á því að náttúruvísindin tækju á sig fjölbreyttari mynd í Vísindasmiðjunni en í skólastofunni og þeim fannst því heimsóknin kærkomin tilbreyting.

Hér er myndskeið frá heimsókn mbl.is í Vísindasmiðjuna.