Ný heimasíða Vísindasmiðjunnar

Vísindasmiðja Háskóla Íslands er komin með nýja heimasíðu! Síðan var endurhönnuð frá grunni og miklu nýju efni bætt við. Nýja efnið er tvíþætt: Annars vegar er um ítarefni um uppstillingarnar í Vísindasmiðjunni og hins vegar verkefnahugmyndir sem skólahópar geta unnið í tengslum við heimsóknir í Vísindasmiðjuna.

Enn á eftir að slípa efnið að nokkru til, en ákveðið var að birta samt nýju síðuna áður en starfsemi haustsins hefst.

Vonandi mun þessi síða nýtast gestum sem allra best. Athugasemdir um hnökra sem við höfum ekki sjálf tekið eftir og tillögur um hvað megi enn betur fara eru afar vel þegnar.