Opið hús á Legókeppninni 2018

Opið hús var í Vísindasmiðjunni  í tilefni af úrslitakeppni Lego forritunarkeppninnar á Íslandi. Þemað hjá legokeppninni í ár var "into orbit" eða "á sporbraut".  Margt var um manninn og fjölbreytt og skemmtileg afþreying í boði bæði í Vísindasmiðjunni sem og í anddyri Háskólabíós, fyrir utan hina æsispennandi keppni í stóra salnum.

Með okkur voru meðal annars, Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness, Tækniskólinn, Krumma, Team Spark - Formula Student Iceland og Sævar Helgi Bragason (Stjörnu-Sævar).