Opið hús á lokahátíð HUF 2018

Það var glatt á hjalla að vanda á lokahátíð Háskóla unga fólksins. Eftir fulla viku af nýjum upplifunum, nýrri þekkingu og nýjum vinum fylltu nemendur og aðstandendur þeirra stóra salinn í Háskólabíói. Þar fengu nemendurnir afhent viðurkenningarskjöl en að vanda var svo settir upp básar í holinu fyrir framan salinn og opið var í Vísindasmiðjunni fyrir gesti og gangandi að athöfninni lokinni.