Síðasti hópur ársins 2019

Nú er Vísindasmiðjan komin í stutta hvíld yfir hátíðinar. Við tókum á móti síðasta hópi fyrir áramót á fimmtudaginn í síðustu viku en það voru hressir nemendur nemendur úr Melaskóla. Þau fengu á sjá nokkrar skemmtilegar sýnitilraunir í efnafræði og spjall um eðlisfræði áður en þau fóru í frjáslan leik með uppstillingarnar okkar.

Það verður reyndar ekki alger lognmolla hér þessa dagana, því tíminn verður nýttur til viðhalds og þróunar á rýminu okkar. Fjarlægður verður lítill krókur sem sinnir litlu hlutverki lengur og mun það rýmka aðeins um okkur. Við hlökkum svo til að taka á móti hópunum á ný þriðjudaginn 7. janúar á nýja árinu 2020.