Tækjaforritunarsmiðja á Akureyri

Laugardaginn 9.nóv hélt starfsfólk Vísindasmiðjunnar til Akureyrar og bauð börnum félagsfólks Verkfræðingafélags Íslands upp á micro:bit tækjaforritunarsmiðju. En Verkfræðingafélagið hefur undanfarin ár verið einn helsti samstarfsaðili Vísindasmiðjunnar í að vinna sameiginlega að því markmiði að efla áhuga ungs fólks á vísindum, tækni og nýsköpun og efla jafnt kennara sem nemendur á því sviði.

Í smiðjunni spreyttu þátttakendur sig við að tengja micro:bit tölvu við ljós, mótora og skynjara, og forrita þannig tölvuna til að stýra einhverju áþreifanlegu.

Alls tóku 13 ungmenni þátt í smiðjunni ásamt nokkrum áhugasömum foreldrum.

Mynd af Akureyri úr lofti
Þátttakendur við vinnu