Tæknidagur Fjölskyldunnar - Neskaupsstað

Tæknidagur fjölskyldunnar verður haldinn í sjöunda sinn laugardaginn 5. október 2019 í Verkmenntaskóla Austurlands.

Dagurinn er sem fyrr tileinkaður tækni, vísindum, sköpun og þróun á Austurlandi og miðast dagskráin við alla aldurshópa.

Vísindasmiðjan verður á staðnum með fjör og fræði fyrir alla fjölskylduna. Í Vísindasmiðjunni geta gestir á öllum aldri upplifað undraverða eiginleika ljóss, lita og hljóða með tilraunum, leik og óvæntum uppgötvunum. Með lifandi og gagnvirkum vísindum er einnig í boði að teikna listaverk með rólu, leika á syngjandi skál, kynnast furðulegum efnasamböndum með Sprengju-Kötu og kanna sjálfan himingeiminn með Stjörnu-Sævari.

Í boði verða tilraunir, þrautir, tæki og tól, leikir og spennandi vinnusmiðjur fyrir alla aldurshópa;

  • viltu búa til þitt eigið vasaljós í lóðunarsmiðju?
  • spreyta þig á vindmyllugerð og orkunotkun?

Allt þetta og meira til geta gestir spreytt sig á í farandsmiðjunni.

Dagsetning: 
Saturday, October 5, 2019 -
12:00 to 16:00