Vel heppnaður fjölskyldudagur í Húsadýragarðinum

Verkfræðingafélag Íslands bauð félagsmönnum sínum sem og öllum gestum Fjölskyldu- og húsdýragarðsins til vísindaveislu síðastliðin sunnudag. Þar mættu fulltrúar Vísindasmiðjunnar og leiddu gesti í allan sannleikann um heim vísinda á skemmtilegan og fróðlegan hátt.

Kristinn Ingvarsson, ljósmyndari mætti á svæðið og fangaði gleðina sem skein úr hverju andliti.