Vísindaleikir í vetrarfríi

Í tilefni vetrarfrís grunnskólanna bauð Vísindasmiðjan upp á spennandi verkefni fyrir börn starfsmanna Háskóla Íslands. Á boðstólum voru stöðvar með mismunandi þemum hópefli í boði menntavísindasviðsnema, fyrstu-hjálpar kennsla í boði læknanema, og starfsfólk Vísindasmiðjunnar bauð upp á efnafræðisýningu og ljósfræðilistaverkefni. Eftir hádegi var svo að sjálfsögðu boðið upp á bíó og popp í Háskólabíói.