Vísindaleikir í vetrarfríi haustið 2019

Undanfarin ár hefur Háskóli Íslands boðið börnum starfsfólks upp á afþreyingu í vetrarfríum og hefur Vísindamiðjan tekið þátt í því frá upphafi.

Þátttakendum er skipt í hópa eftir aldri og svo fara hóparnir í hringekju á milli stöðva. Eftir sem áður var Vísindamsiðjan með eina þessara stöðva en í ár buðum við hverju aldursbili upp á sér smiðju. Elsti hópurinn fékk efnafræðiþraut þar sem þau áttu að greina hvaða efni væru í fjórum glærum vökvum með því að kanna hvers kyns útfellingar mynduðust þegar tveimur vökvum er hellt saman. Miðhópurinn atti kappi í því að smíða litla bíla sem var svo rennt eftir skábretti og út á gólf. Yngstu gestirnir bjuggu svo til slím með ýmisskonar íblöndunarefnum; glimmer, matarlit og sjálflýsandi málningu.

Þegar þau luku verkefninu sínu fengu þau svo að leika sér að uppstillingum Vísindasmiðjunnar áður en að þau fóru í nesti eða mat, og svo á næstu stöð.