Vísindasmiðjan á UT-messu í Hörpu

Margt var um manninn og fjör á UT-messunni í Hörpu laugardaginn 9.febrúar. Vísindasmiðjan mætti þar ásamt félögum sínum í Háskóla Íslands og tóku yfir Silfurberg með ýmsan fróðleik og upplifanir fyrir gesti og gangandi.

Vísindasmiðjan mætti með hitamyndavél, landslagskassa og lóðunarsmiðju og var nóg um að vera allan daginn. Svo mikið að tvisvar þurfti að ná í meiri byrgðir af rafhlöðutengjum, viðnámi og rafhlöðum í lóðunarsmiðjuna okkar.

Félagar okkar frá Mixtúru - margmiðlunarveri SFS buðu upp á sýndarveruleika upplifanir og spennandi tækni!

Einnig voru við hlið okkar Myllarnir, sigurvegarar First Lego League keppninnar, sem sýndu forritun lego-þjarka og kynntu rannsóknarverkefnin sín.

Frábær dagur í alla staði og allar rafhlöður kláruðust!