Vísindasmiðjan í Hörpu í fimmta sinn

Á laugardaginn var Vísindasmiðjan í fimmta sinn með viðburð í Hörpu sem hluta af samstarfsverkefni styrktu af Barnamenningarsjóði. Í þetta sinn var áhersla á vinnusmiðjur.

Boðið var upp á tónlistarforritun, vindmyllugerð, valslöngvukeppni, flexagonaföndur, og ljósaherbergi með hármælingu, auk nokkurra muna fyrir yngri gesti, þrauta og leikja.

Vísindasmiðjan verður svo aftur í Hörpu laugardaginn 21. mars, og svo 25. apríl í tengslum við Big Bang tónlistarviðburðinn. Þau sem ekki vilja bíða svo lengi geta litið til okkar á Háskóladaginn, 29. febrúar, en þá verður Vísindasmiðjan með opið hús í Háskólabíói. Fullt af vísindalegum munum í boði auk Sprengju-Kötu og Stjörnu-Sævars.