Kennarasmiðjur við byrjun haustannar fóru fram dagana 16.-18. ágúst og voru fjórar talsins að þessu sinni.
Fyrsta smiðjan var Leikur að rafrásum, en þá smiðju setti Vísindasmiðjan saman að ósk náttúrufræðikennara sem vilja bjóða nemendum sínum upp á fleiri verkleg verkefni tengdu rafmagni. Smiðjan snerti á grunnhugtökunum; rafhleðsla, rafspenna og rafstraumur, og stefnum við á að bjóða upp á framhaldssmiðju síðar á skólaárinu þar sem teknar verða fyrir flóknari rafrásir.
Árið 2015, á alþjóðlegu ári ljóssins, útbjó Vísindasmiðjan Ljósakassann og gaf hann sem gjöf til allra grunnskóla á landinu. Til að styðja við kennara sem hafa áhuga á að nýta hann í kennslu höfum við reglulega haldið Ljósakassa-kennarasmiðju þar sem kennarar fá útskýringar á innihaldi kassans og farið er í gegnum hugmyndir að verkefnum sem leggja má fyrir nemendur. Þessi smiðja hefur verið í þróun undanfarin ár og munum við birta verkefnabanki hér á heimasíðu Vísindasmiðjunnar sem kennarar geta nýtt sér í kennslu.
Síðustu tvær smiðjurnar voru svo hugsaðar sem byrjunar- og framhaldssmiðja fyrir kennara sem hafa áhuga á að nýta sér micro:bit tölvuna í kennslu, en hún var hönnuð af BBC sem kennslutæki árið 2015. Framhaldssmiðjan snérist um tækjaforritun þar sem færri komust að en vildu, sú smiðja verður því endurtekin í haust.
Takk fyrir samveruna kæru kennarar!