SFS vísindasmiðjur á yngstu stigum

Fundaröð

Veturinn 2017-18 setti Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar (SFS) í samstarfi við Vísindasmiðju Háskóla Íslands saman starfshóp um eflingu vísindakennslu í leikskóla, yngstu stigum grunnskóla og á frístundaheimilum. Hópurinn fundaði nokkrum sinnum yfir veturinn og lagði það grunninn að áframhaldandi vinnu við málaflokkinn.

BlueBot námskeið

Í byrjun árs 2018 keypti SFS BlueBot þjarka til notkunar í forritunarkennslu í leikskólum borgarinnar. Haldin voru tvö námskeið fyrir leikskólakennara og fengu kennararnir svo þjarka að láni til að notkunar í skólunum.