SciSkills 2.0 er NordPlus verkefni þar sem þátttökustofnanirnar deila reynslu af forritunarsmiðjum og þróa vinnusmiðjur tengdar símenntun kennara á sviði forritunar.
Þátttökustofnanirnar eru AHHAA, Technikens Hus og Vísindasmiðjan. Verkefnið skiptist í þrjá þætti:
- Sameiginlegan fund á Íslandi í september 2017
- Kennarasmiðjum sem eiga að eiga sér stað milli októbers 2017 og febrúars 2018, og
- Samantektarfundi í mars 2018.
Reynsla af forritunarsmiðjum
Technikens Hus hefur m.a. verið að vinna með „hliðræna forritun“ (e. analogue programming) þar sem fólk, frekar en tölvur, er „forritað“, BlueBot þjarka fyrir yngri gesti, og micro:bit forritun. AHHAA hefur m.a. fengist við eldspýtnastokkamyllu (e. matchbox checkers) og Arduino Digispark.
Vísindasmiðjan hefur unnið með Lego Mindstorms, Code.org verkefni og Scratch, en fyrir þetta verkefni var ákveðið að leggja áherslu á Scratch og forritun á stýringum fyrir áþreifanlega hluti. Sett voru upp eftirfarandi verkefni:
Lausnir á þessum verkefnum er að finna í þessu Scratch stúdíói.
Afurðir samstarfsins
Meginafurð samstarfsverkefnisins var SciSkills 2.0 kennarasmiðjan og kennsluefni í forritun sem notað er í námskeiðum Háskólalestarinnar og Háskóla unga fólksins. Einnig var settur saman hugmyndakver með verkefnahugmyndum úr námskeiðum SciSkills 2.0 verkefnisins.