SciSkills 2.0

Þessi kennarasmiðja er hugsuð sem kynning á nokkrum inngangsverkefnum sem hægt er að vinna með nemendum án mikils tilkostnaðar eða undirbúnings. Verkefnin eru:

  • Samþætting forritunar og hefðbundinna námsgreina með Scratch
  • Tækjaforritun með Scratch á Raspberry Pi tölvum
  • Microbit forritun og efnið á Kóðinn.is

Námskeiðið er keyrt í tveimur þriggja klukkutíma hlutum, ýmist á tveimur eftirmiðdögum eða einum degi. Dæmi um dagskrá er að finna neðar á síðunni.

Efnistök

Samþætting Scratch inn í kennslu

Í fyrsta hlutanum skoðum við forritunarmálið Scratch. Það var upphaflega þróað í Media Lab smiðju MIT og kom fyrsta nothæfa útgáfa út árið 2003. Scratch hefur þannig leitt byltingu kubbaforritunarmála þar sem kóðun fer fram með því að draga skipanakubba og raða þeim saman. Þetta viðmót hefur reynst ákaflega farsælt til að kynna forritun fyrir krökkum. Oft er nemendum kennt í gegnum forritun á tölvuleik eða hreyfimynd.

Eigi að finna forritunarkennslu stað í stundatöflu þarf þó að fækka tímum í öðrum greinum, lengja skóladaginn, eða samþætta forritun inn í þá kennslu sem fyrir er. Hér eru tvö slík verkefni þar sem forrituð eru verkfæri til notkunar í kennslunni.

Micro:bit

Síðan Arduino Uno og Raspberry Pi komu til sögunnar hefur fjöldinn allur af tölvum og forritanlegum örtölvum skotið upp kollinum til þess að gera gerð alls kyns tækjaforritun auðveldri og ódýrari. Margar þessar hafa verið notaðar í kennslu og sumar þróaðar í þeim einbeitta tilgangi.

Micro:bit tölvan er dæmi um slíka. Hún var þróuð af BBC og gefin til 7. bekkjar-nemenda í Bretlandi. Menntamálaráðuneytið o.fl. hafa gefið Micro.bit tölvuna í skóla hérlendis, í samstarfi við RÚV.

Tölvan hefur nokkra skynjara (hröðunar, segulsviðs, ljós), tvo takka, og 5x5 ljóstvista „skjá“ til að fá viðbrögð frá tölvunni. Það er því hægt að byrja strax að búa til forrit sem hægt er að eiga samskipti við, án þess að þurfa að tengja tölvuna við aukahluti. Hins vegar er hægt að fá alls kyns viðbætur sem gera tölvuna skalanlega og nothæfa í ýmislegt.

KrakkaRÚV hefur haldið utan um verkefnið hér á landi og hýsir vef með aðegengi að ritlinum og inngangsverkefnum fyrir nemendur á kodinn.is. Undir „áskoranir“ er að finna 17 mis-þung verkefni sem nemendur geta fylgt til að kynnast því hvað hægt er að gera með micro:bit-anum.

Tækjaforritun með Raspberry Pi

Micro:bit tölvan er ákaflega öflug sem slík, en fyrir stærri og flóknari verkefni getur borgað sig að nota öflugri vélar eins og Arduino Uno og Raspberry Pi. Hér ætlum við að skoða það hvernig hægt er að nota Scratch á Raspbery Pi tölvu til að stýra ljóstvistum sem tengdir eru við þar til gerða pinna á tölvunni.

Dagskráryfirlit

Dagur 1

  • Stærðfræði og tónfræði með Scratch
  • Kubbaforritun með Microbit

Dagur 2

  • GPIO forritun
  • Stýring búnaðar með Microbit

Dagskrá

Dagur 1

13:00 - 13:15 (15) Kynning á SciSkills og námskeiðinu

13:15 - 13:30 (15) Kynning á þátttakendum, vonum þeirra og væntingum

13:30 - 13:40 (10) Hvaða vélbúnað og hugbúnað þarf maður?

13:40 - 13:45 (5) Raspberry Pi vélin

13:45 - 14:30 (45) Scratch keyrt upp og einföld forrit samin í stærðfræði og tónfræði

14:30 - 14:45 (15) Kaffihlé

14:45 - 14:50 (5) Microbit tölvan

14:50 - 15:45 (45) Microbit verkefni keyrð

15:45 - 16:00 (00) Samantekt

Dagur 2:

13:00 - 13:15 (15) Upprifjun og kynning á deginum

13:15 - 14:15 (60) Microbit: Takkar, skynjarar, broadcast

14:15 - 14:30 (15) Kaffihlé

14:30 - 15:30 (60) Raspberry Pi GPIO forritun: Perur tengdar og stýrt með kóða

15:30 - 16:00 (30) Samantekt