Samfélagstengd stærðfræði

Vinnusmiðja fyrir stærðfræðikennara á unglinga- eða framhaldsskólastigi sem vilja kynnast samfélagslegum snertiflötum stærðfræðinnar.

Í smiðjunni skoða þátttakendur hvernig nota megi tiltölulega einfalda stærðfræði til þess að fletta ofan af ýmsum samfélagslegum fyrirbærum. Sem dæmi munu þátttakendur fá innsýn í virkni reiknirita (algóriþma) með hjálp línulegrar algebru, skoða hvað hægt sé að segja um skökk hlutföll í samfelaginu (td lögreglustopp í bandaríkjunum) með tölfræði eins og tvíkostadreifingu,  hvað rúmfræðin segir okkur um samfélagsleg áhrif heimskorta og af hverju ekki er til neitt sanngjarnt kosningakerfi.