Vísindasýningar

Opið er fyrir skráningar í þessa smiðju mánudaginn 12. apríl.

Þessi kennarasmiðja er á formi menntabúða þar sem kennarar fá ítarlega kynningu á undirbúningi, framkvæmd og námsmati ólíkra gerða vísindasýninga í skólastarfi. Farið er yfir þær bjargir sem leita má í og hvað þarf að varast í undirbúningi og framkvæmd.

Á Íslandi hafa kennarar og skólar verið að þróa og prófa sig áfram með vísindsýningar í skólstarfi. Í Langholtsskóla hafa vísindasýningar verið haldnar um árabil undir hatti Vísindavöku. Þar er mikil áhersla lögð á vísindalegt ferli og breytur í samanburðarrannsóknum. Verkefnið fékk styrk til að gera bjargir þess aðgengilegar á vef Vísindavöku sem hýstur er á Náttúrutorginu. Þar má m.a. finna dæmi um dagskrá, ítarefni fyrir nemendur og matskvarða.

Í Landakotsskóla hefur Alþjóðadeildin verið með vísindasýningar frá 2014 fyrri alla árganga frá leikskólaárganginum (5 ára) upp í 10. bekk. Yngstu nemendurnir vinna verkefnin sem bekkur en þau eldri mega vinna stök, í pörum eða litlum hópum. Líkt og í Vísindavöku eru verkefnin svo kynnt á lokahátíð þar sem dómarar meta kyningarnar (sjá: matsblað dómara). Á vef Science Buddies er mikið af gagnlegu efni (á ensku) fyrir nemendur og kennara um Science Fair með gagnlegum gagnagrunni fjölda tilrauna sem nemendur geta framkvæmt eða nýtt sem kveikju.

Skarðshlíðaskóli er nokkuð ungur skóli en þar hafa verið framkvæmd áhugasviðsverkefni á mið- og ungilngastigi sem ljúka á kynningu í skólanum. Á Náttúrufræðikennsluvefnum eru að finna ýmsar bjargir fyrir nemendur og kennara tengdar áhugasviðsverefnunum.