Náttúran í gegnum linsuna

Efling á áhuga og skilningi nemenda á náttúrufræði með notkun ljósmyndunar og myndbandstækni

Menntavísindasvið Háskóla Ísland í samstarfi við Vísindasmiðju Háskóla Íslands býður upp á námskeið í notkun ljósmyndunar og myndbandstækni í náttúrufræðikennslu.

Námskeiðið er að mestu verklegt. Þátttakendur fara út og safna myndefni sem svo verður unnið úr í Vísindasmiðjunni með mismunandi myndvinnsluaðferðum. Unnið verður með þemað „Vorkoman í hverfinu“ en markmiðið er að þátttakendur geti útfært sambærileg verkefni á einfaldan hátt í sinni kennslu.

Erlendir sérfræðingar taka þátt í kennslu námskeiðsins og því fer hluti kennslunnar fram á ensku.

Frítt er á námskeiðið. Kennarar sem þurfa að ferðast 100 km eða lengra fram og til baka fá ferðastyrk að upphæð 100 evrur.

Á námskeiðinu munt þú efla færni þína í að:

 • útbúa eigið fræðslumyndband eða heimildarmynd um ákveðið viðfangsefni
 • útfæra viðfangsefni í eigin kennslu þar sem nemendur nýta ljósmyndun og myndbandstækni til að efla skilning sinn
 • nota einföld smáforrit (öpp) til að útbúa myndband og sinna eftirvinnslu eins og:

  • klippingu
  • gerð myndasería
  • hægtöku (slow motion)
  • hröðun myndefnis (fast forward)
  • hikmyndun (time-lapse)
  • kvikun (stop-motion)

Staðsetning og skráning

Námskeiðið verður haldið 13. apríl 2019 klukkan 12:30-16:30 í Vísindasmiðju Háskóla Íslands (sjá kort).

Vinsamlegast skráið ykkur hér. Frekari upplýsingar gefa Kristín Norðdahl og Edda Elísabet Magnúsdóttir.

Vidubiology

Námskeiðið er hluti af Erasmus verkefni sem kallast Vidubiology. Það gengur út á að vekja áhuga og dýpka skilning nemenda á líffræði með myndmiðlun. Ljósmyndun og myndvinnsla í náttúrufræðikennslu gefur fjölmörg tækifæri til að nálgast viðfangsefni á ólíkan hátt og efla áhuga hjá fjölbreyttum hópi nemenda.

Með aðferðinni er lögð áhersla á virkni og þátttöku nemenda þar sem þeir beita leitaraðferð og nýta myndatökur við rannsóknir sínar. Þessi aðferð hentar börnum og unglingum á öllum skólastigum en í námskeiðinu munum við leggja áherslu á grunnskólastigið.

Samstarfsaðilar í verkefninu koma frá Þýskalandi, Bretlandi og Búlgaríu. Þátttakan felur í sér þróun á kennsluefni þar sem svo eru haldin kennaranámskeið í hverju landanna fjögurra.

Nánari upplýsingar um vidubiology nálgunina auk verkefna og tæknilegar leiðbeiningar eru á vef verkefnisins: www.vidubiology.eu