Föstudaginn 19. ágúst 2022 kl.10:00-14:00 í Vísindasmiðju Háskóla Íslands.
Vinnusmiðja fyrir náttúrufræðikennara á mið-, unglinga- eða framhaldsskólastigi sem vilja kynnast notkun samrása í rafrásum.
Í smiðjunni skoða þátttakendur einfaldar samrásir (e. integrated circuits) á við smára (e. transistor), tugteljara (e. decade counter), og 555 tímarásarinnar til að setja saman fágaðar rafrásir með skemmtilegri virkni.
Þessi smiðja er enn í þróun svo hún mun gera meiri kröfur til þátttakenda en flestar smiðjurnar. En á móti hentar hún sérlega vel kennurum sem vilja ögra sjálfum sér og vera á fyrstu öldum nýjunga.