Mánudaginn 12. apríl 2021 kl.13:30-15:30 í Vísindasmiðju Háskóla Íslands.
Tveggja tíma námskeið fyrir þá kennara sem vilja kynna sér og nýta Ljósakassann í kennslu.
Á námskeiðinu verður farið ýtarlega yfir innihald kassans og verklegar æfingar. Einnig verður farið í verkefni og námsefni sem hægt er að vinna í tengslum við kassann.
Nánar um ljósakassann
Sameinuðu þjóðirnar útnefndu árið 2015 sem Alþjóðlegt ár ljóssins með það að markmiði að vekja fólk tilvitundar um hlutverk ljóss og ljóstækni í daglegu lífi. Háskóli Íslands fagnaði þessu með margvíslegum hætti og var m.a. opnað sérstakt ljósaherbergi í Vísindasmiðjunni. Einnig útbjó Vísindasmiðjann Ljósakassann sem gjöf til allra grunnskóla á landinu. Ljósakassinn hefur að geyma fjölbreytt kennslugögn og leiðbeiningar sem tengjast ljósinu sem fyrirbæri og hefur verið notaður mikið í grunnskólum landsins. Það er okkur því mikil ánægja að geta boðið upp á þetta námskeið, sérstaklega fyrir nýja kennara sem ekki hafa haft tækifæri á að kynna sér kassann nú þegar.