Mánudaginn 15. ágúst 2022 kl.10:00-15:00 í Vísindasmiðju Háskóla Íslands.
Vinnusmiðja fyrir náttúrufræðikennara á mið- eða unglingastigi sem vilja auka skilning sinn á rafmagnsfræði og leikni sína í einföldum rafmagnsfræðiverkefnum sem nýta má í kennslu.
Markmið vinnusmiðjunnar er að þátttakendur rifji upp eða bæti þekkingu sína og skilning á nokkrum fyrirbærum í rafsegulfræði og kynnist einföldum verkefnum sem nýta megi kennslu.
Í vinnusmiðjunni er farið yfir hugtökin straumur, spenna og viðnám sem ólíkar hliðar regnhlífarhugtaksins "rafmagn" og einfaldar samlíkingar gefnar fyrir merkingu þeirra. Þátttakendur setja saman einfaldar rafrásir og kynnast áþreifanlega muninum á hliðtengingu og raðtengingu, og víxlverkun raf- og segulsviða. Farið verður yfir virkni fjölmæla, hvernig þeir eru notaðir til að mæla rafstraum, spennu og viðnám, og hvað þarf að hafa í huga.
Vinnusmiðjan er verkleg og Vísindasmiðjan útvegar öll kennslugögn.