Stjörnufræði

Í stjörnufræði Vísindasmiðjunnar er horft til himins. Við skoðum snúning Jarðar og hvernig hann veldur ýmsum breytingum í umhverfi okkar. Síðan kíkjum við til stjarna, bæði á stórar og smárar og skoðum stjörnumerkin sem þær tilheyra.

Á netinu er fullt af skemmtilegum fróðleik um stjörnufræði. Stjörnufræðivefurinn og Geimurinn.is eru til dæmis stútfullir af áhugaverðu efni og nýjustu fréttum úr heimi stjörnufræðinnar.

Umsjónarmaður stjörnufræðispjallsins í Vísindasmiðjunni er Sævar Helgi Bragason, og hægt er að senda honum fyrirspurnir á póstfangið saevarhb@hi.is.

Hver er stærsta sjarna sem vitað er um?

Í myndskeiðinu hér undir eru bornar saman stærðir reikistjarnanna í sólkerfinu, sólarinnar og nokkurra stærstu stjarna sem við vitum um.

Hvað sjáum við á himninum í kvöld?

Það er alltaf eitthvað áhugavert að sjá á himninum á hverju kvöldi.

Hægt er að nágast stjörnukort fyrir Ísland á Stjörnufræðivefnum, en þar birtist nýtt kort í hverjum mánuði.

Gott er að undirbúa sig vel áður en haldið er út í stjörnuskoðun. Kynntu þér hvað er hægt að sjá á himninum í kvöld. Er gott veður? Sjást norðurljós? Mundu að klæða þig vel!

Geimferjan Discovery hefst á loft með Hubble innanborðs. Endurskinsþokan Messier 78. Nú hefur verið staðfest að á Mars er árstíðabundið flæði saltvatns (dökku rákirnar á myndinni) á ákveðnum stöðum.

Áhugaverðir tenglar

Af Vísindavefnum

Alheimurinn

Sólkerfið