Í stjörnufræði Vísindasmiðjunnar er horft til himins. Við skoðum snúning Jarðar og hvernig hann veldur ýmsum breytingum í umhverfi okkar. Síðan kíkjum við til stjarna, bæði á stórar og smárar og skoðum stjörnumerkin sem þær tilheyra.
Á netinu er fullt af skemmtilegum fróðleik um stjörnufræði. Stjörnufræðivefurinn og Geimurinn.is eru til dæmis stútfullir af áhugaverðu efni og nýjustu fréttum úr heimi stjörnufræðinnar.
Umsjónarmaður stjörnufræðispjallsins í Vísindasmiðjunni er Sævar Helgi Bragason, og hægt er að senda honum fyrirspurnir á póstfangið saevarhb@hi.is.
Hver er stærsta sjarna sem vitað er um?
Í myndskeiðinu hér undir eru bornar saman stærðir reikistjarnanna í sólkerfinu, sólarinnar og nokkurra stærstu stjarna sem við vitum um.
Hvað sjáum við á himninum í kvöld?
Það er alltaf eitthvað áhugavert að sjá á himninum á hverju kvöldi.
Hægt er að nágast stjörnukort fyrir Ísland á Stjörnufræðivefnum, en þar birtist nýtt kort í hverjum mánuði.
Gott er að undirbúa sig vel áður en haldið er út í stjörnuskoðun. Kynntu þér hvað er hægt að sjá á himninum í kvöld. Er gott veður? Sjást norðurljós? Mundu að klæða þig vel!
Áhugaverðir tenglar
- Námsefni um stjörnufræði fyrir kennara - http://www.stjornufraedi.is/fyrir-kennara/
Af Vísindavefnum
Alheimurinn
- Hvenær datt mönnum fyrst í hug að skjóta sjónauka út í geim og hvernig gekk það fyrir sig?
- Getur Hulk hoppað út í geim?
- Hvaða áhrif hafa sólvindar og sólbelttir á jörðu?
- Eru norður- og suðurljós á hinum reikistjörnunum sem hafa segulhvolf, til dæmis Júpíter?
- Hvernig veit ég hvort ég hafi fundið loftstein eða bara venjulegan stein og hvert er best að fara með hann í greiningu?
Sólkerfið
- Hvað eru geimþokur?
- Sjást rauðir risar frá jörðinni? Getur verið að þessi mynd sem ég tók í Reykjavík áðan sýni rauðan risa?
- Hvað getur þú sagt mér um stjörnuþyrpingar?
- Hvar endar heiurinn og hvernig er hann eiginlega í laginu?
- Hvernig verða svarthol til?
- Er það satt að geimfarar fái sér epli eftir lendingu á jörðu?
- Hvaða staðreyndir eru til um vatn á Mars?