Stjörnufræði

Í stjörnufræði Vísindasmiðjunnar er horft til himins. Við skoðum snúning Jarðar og hvernig hann veldur ýmsum breytingum í umhverfi okkar. Síðan kíkjum við til stjarna, bæði á stórar og smárar og skoðum stjörnumerkin sem þær tilheyra.

Á netinu er fullt af skemmtilegum fróðleik um stjörnufræði. Stjörnufræðivefurinn og Geimurinn.is eru til dæmis stútfullir af áhugaverðu efni og nýjustu fréttum úr heimi stjörnufræðinnar. Fyrir heimsóknina er því skemmtilegt að rýna í þessar góðu bjargir. Hér er lýst nokkrum verkefnum sem vinna má með hópnum fyrir heimsóknina í Vísindasmiðjuna.

Verkefni

Það eru mörg áhugaverð fyrirbæri sem hægt er að skoða á einfaldan hátt ... Næturhiminninn

Mitt eigið stjörnumerki

Tungldagbók

Nú viðrar ekki alltaf vel til stjörnuskoðunar dag eftir dag á Íslandi en gefist tækifæri getur verið gagn og gaman af því að halda tungldagbók til að fylgjast með fasa tunglsins.

Í tungldagbókina þarf að skrá að minnsta kosti dagsetningu og mynd af tunglinu og skugga þess. Ítarlegri dagbók innihéldi staðsetningu tungls og sólar, og/eða tíma dags.

Landslag á tunglinu

Líkangerð

Tungl og Jörð, Sólkerfið