Hexaflexagonaföndur

Flexagonar eru skemmtileg rúmfræðileg fyrirbæri sem gerð eru úr flötum renningum (oft úr pappír) og brotin og fest saman á ákvðna vegu til að hægt sé að beygla eða velta ("flexa") þannig að nýjar hliðar vísi út.

Til eru ýmsar gerðir flexagona en hér að neðan eru leiðbeiningar fyrir hexa-hexa-flexagon. Leiðbeiningarnar eru einnig til í útprentanlegu formi.

Efniviður

  • Langur renningur, t.d. úr pappír (útprentanlegt mynstur)
  • Skæri
  • Límstifti
  • Blýantur
  • Skriffæri (skemmtilegt að hafa liti til að teikna myndir á hliðarnar)

Framkvæmd

1

Klipptu út renning sem samanstendur af 19 jafnhliða þríhyrningum.
Þú getur prentað út þetta mynstur en eins er hægt að taka langan renning og beygla ítrekað til að marka fyrir þríhyrningnana.

2

Merktu þríhyrningana á framhliðinni laust með blýanti (t.d. með tölustöfum: 1, 2, og 3) eins og svarar til litanna á myndinni að ofan, auk þríhyrninganna X á framhliðinni og Y á bakhliðinni.
Það má merkja bakhliðina með 4, 5, og 6, en þess þarf ekki.

3

Brjóttu renninginn eftir rauðgulu línunni svo úr verði upp-rúllaður renningur.

4

Brjóttu svo upp-rúllaða renninginn eftir rauðgulu línunum svo úr verði sexhyrningur úr eins þríhyrningum.
Ef þú merktir þá 1, 2, og 3 ætttu allir merktir 1 að snúa upp.

5

Límdu núna X og Y saman með límstifti og þá er hexahexaflexagoninn þinn tilbúinn!
Til að flexa hexahexaflexagoninn þinn, brýtur þú þrjú horn hans niður (dalbrot) og þrjú upp (fjallbrot). Ýttu dalbrotunum saman þar til það snertast og opnaðu miðjuna eins og blóm sem er að springa út.

Það er ekki alltaf hægt að opna miðjuna svo þá þarftu að flexa til baka og reyna aftur.

Reyndu nú að finna allar hliðarnar!

Ítarefni