Dreifing matarlitar

Þessi eiginleiki sem við köllum hitastig er um margt merkilegur og hefur margvíslegt áhrif. Hér leggur Vala fyrir okkur ráðgátu tengda þessum eiginleika.

Efni og áhöld

Í þessa tilraun þarf:

  • Glös
  • Misheitt vatn
  • Matarlit (einn litur nægir, en mismunandi litir eru skemmtilegri)

Framkvæmd

  1. Helltu misheitu vatni í glös (eitt hitastig í hverju glasi).
  2. Láttu nokkra dropa af matarlit í hvert glas (helst jafn mikið í hvert glas).
  3. Fylgstu með hvernig og hversu hratt matarliturinn dreifist um vatnið.

Hvað er að gerast?

Hitastig er mælikvarði á meðalhreyfiorku sameindanna sem eru á sífelldri hreyfingu. Matarliturinn blandast vatninu með hreyfingu sameindanna. Því hraðar sem sameindirnar ferðast, því hraðar blandast efnin. Við erum því hér bókstaflega að sjá bein áhrif hreyfingar sameindanna (þótt svo við sjáum ekki sameindirnar sjálfar).