Skýin á himni eru gerð úr örsmáum dropum, en hvað þarf til að mynda þau? Martin og sonur hans skoða það í þessari einföldu tilraun.
Efni og áhöld
Í þessa tilraun þarf:
- Plastflösku með tappa, eða eitthvað álíka ílát sem hægt er að kreista.
- Heitt vatn (t.d. úr krana).
- Eldspýtur, eða kerti og eldfæri.
Framkvæmd
Fyrir samanburðinn án sótagnanna:
- Helltu botnfylli af heita vatninu í flöskuna.
- Skrúfaðu tappann á.
- Kreistu flöskuna og slepptu snögglega.
Til að fá skýið/þokuna með kerti:
- Kveiktu á kerti.
- Helltu botnfylli af heita vatninu í flöskuna.
- Blástu á kertið, sjúgðu smá reyk upp í flöskuna, og skrúfaðu tappann á.
- Kreistu flöskuna og slepptu snögglega.
Til að fá skýið/þokuna með eldspýtu.
- Helltu botnfylli af heita vatninu í flöskuna.
- Kveiktu á eldspýtu og leyfðu að loganum að stækka.
- Blástu á eldspýtuna, sjúgðu smá reyk upp í flöskuna, og skrúfaðu tappann á.
- Kreistu flöskuna og slepptu snögglega.